07:00
{mosimage}
(Vésteinn Sveinsson)
Vésteinn Sveinsson snýr aftur þann 8. janúar í leik FSu gegn Haukum eftir að hafa verið frá keppni síðan í sumar. “Frábært að vera byrjaður aftur, get ekki beðið eftir að komast inn á völlinn” sagði Vésteinn við Karfa góð á æfingu milli jóla og nýárs en FSu liðið kom saman 28.desember eftir jólafrí.
Vésteinn fór í hnéaðgerð síðasta sumar og hefur verið í stöðugri endurhæfingu frá því þá. Vésteinn byrjaði að æfa með liðinu 28.desember síðastliðinn og hefur ekki fundið fyrir neinum alvarlegum verkjum og verður því klár í leikinn gegn Haukum. Þetta er mikill liðstyrkur fyrir FSu en Vésteinn var ein af burðarásunum í liði FSu á síðasta tímabili og mun án efa styrkja lið FSu í baráttunni um að komast í Úrvalsdeild að ári.
Þessi frétt birtist í 8. tbl. Karfa góð – fréttablað FSu
Mynd: Basket.is



