spot_img
HomeFréttirVésteinn næstu tvö árin hjá Ashford University

Vésteinn næstu tvö árin hjá Ashford University

 
Skagamaðurinn Vésteinn Sveinsson hefur lokið veru sinni hjá Marshalltown-skólanum í Bandaríkjunum og verður næstu tvö námsárin hjá Ashford University í Iowa. Ashford skólinn er í NAIA deildinni, National Association of Intercollegiate Athletics en það er önnur deild í bandaríska háskólaumhverfinu heldur en NCAA deildin.
,,Þeir eru nálægt þar sem ég var síðustu 2 ár. Þeir voru búnir að sýna mér áhuga í allan vetur. Liðsfélagi minn sem ég spila með ,,freshman“ árið mitt í Marshalltown spilaði þarna síðsta ár. Þeir unnu riðilinn sinn síðasta tímabil en þetta er lítill skóli,“ sagði Vésteinn sem heimsótti Ashford skólann eftir tímabilið með Marshalltown.
 
,,Ég skoðaði skólann og æfði með þeim og leist bara mjög vel á þetta. Ég er mjög spenntur, mér líst rosa vel á þjálfarateymið sem þeir hafa og það virðist vera mikill metnaður í gangi þarna.“
 
Vésteinn verður ekki eini Íslendingurinn við skólann því þar finnur hann fyrir Írisi Björk Róbertsdóttur sem leikur knattspyrnu með kvennaliði skólans.
 
Oliver Drake aðalþjálfari hjá Ashford kvaðst spenntur að fá Véstein í sínar raðir og sagði: "We see Vesteinn as a guy that can defend, slash and shoot, at a really high level. He was a defensive stopper for Marshalltown and we believe he will make an immediate impact in our championship program."
 
(útleggst nokkurnveginn svona: Við lítum á Véstein sem leikmann sem getur varist, keyrt að körfunni og skotið á háu stigi. Hann var ,,stoppari“ í vörninni hjá Marshalltown og við teljum að hann muni samstundis setja mark sitt á okkar verkefni.)
 
Vésteinn fer því úr faðmi Brynjars Brynjarssonar sem þjálfar hjá Marshalltown en skólinn vann 15 leiki á síðasta tímabili þar sem Vésteinn gerði mest 19 stig, 5 þristar, gegn Ellisworth Community College. Fyrir sína frammistöðu á síðustu leiktíð fékk Vésteinn heiðursnefningu í NJCAA deildinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -