spot_img
HomeFréttirVerstu nýliðavölin

Verstu nýliðavölin

12:33

{mosimage}
(Dennis Hopson)

Á hverju sumri eru nýliðar valdir í NBA deildina í svokölluðu NBA draft lotteríi þar sem liðin skiptast á valréttum á hinum ýmsu leikmönnum. Þannig fá lið misgóða leikmenn sem að spila síðan fyrir þau í NBA deildinni. Til eru margar sögur um leikmenn sem eru valdir fremur í valinu og hafa síðan ollið liðunum miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni. Ekkert gæti verið átakanlegra fyrir NBA lið en að taka ranga ákvörðun með nýliðavali sínu. Að fá rétta nýliða í lið sitt getur breytt gengi liðsins næsta áratuginn eða svo, þegar lið velja leikmenn eins og Michael Jordan, Kobe Bryant eða LeBron James. Oft er þó pressan mikil og leikmaðurinn nær ekki að standast þær kröfur sem til hans voru gerðar.

Hér ætla ég að telja upp nokkur fræg dæmi um atvik sem að stjórar liðanna vilja helst örugglega gleyma sem fyrst. Þó að hægt sé að telja upp endalaus dæmi þá ætla ég að taka hér nokkur nýleg og önnur skemmtileg.

Kwame Brown:
Kwame Brown var valinn fyrstur allra árið 2001 af Washington Wizards. Sagt var að eigandi liðsins, sjálfur Michael Jordan var mjög hrifinn af drengnum og vildi mjög fá hann til liðsins. Valið sjálft þótti mjög undarlegt þar sem Brown tók beint stökk úr high school og skorti mikla líkamlega burði til að spila undir körfunni en Brown er 2,11 á hæð.

Brown hefur aldrei verið meira en meðal leikmaður í deildinni sem hlýtur að vera svekkjandi fyrir Wizards þar sem þeir hefðu getað fengið leikmenn eins og Pau Gasol (3.), Tyson Chandler (2.), Gilbert Arenas (31.), Tony Parker (28.) eða Jason Richardson sem var valinn fimmti. Meðalskor Brown í NBA er 7,5 stig hingað til og 5,7 fráköst.

{mosimage}
(Sam Bowie)

Michael Olowokandi:
L.A Clippers hafa aldrei verið yfirburðalið í NBA deildinni. Árið 1998 fengu þeir með fyrsta valrétt og freistuðu þess að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir komu öllum að óvörum þegar þeir völdu nokkuð óþekktan leikmann, 7 feta Michael Olowokandi.

Olowokandi átti í erfiðleikum innan vallar sem og utan vallar. Fyrstu þrjú árin sín í Clippers skoraði hann undir 10 stig í leik og tók um 6-8 fráköst í leik. Hæst komst hann í 12,3 stig 2002-2003 en hefur síðan ekki spilað í NBA síðan 2006-2007 þar sem hann spilaði með Boston Celtics. Olowokandi skoraði 8,3 stig á ferlinum sínum og tók 6,8 fráköst.

Menn sem Clippers hefðu getað fengið í stað Olowokandi eru eftirtaldir: Mike Bibby (2.), Vince Carter (5.), Dirk Nowitzki (9.), Paul Pierce (10.) og Rashard Lewis (32.).

Sam Bowie:
Sam Bowie var kannski ekkert lélegur leikmaður ef á það er litið. En kannski það frægasta við hann er að hann verður alltaf þekktur sem leikmaðurinn sem var valinn á undan Michael Jordan (3.) og Charles Barkley (6.).

Bowie var 7,1 fet að hæð og spilaði sem center. Hann var valinn af Portland Trailblazers sem voru þegar með Clyde Drexler í liði sínu sem kannski skýrir afhverju þeir vildu fá stóran mann í stað annars lítils manns.

Sports Illustrated blaðið kallaði Sam Bowie valið versta nýliðaval sögunnar. Hann átti ágætt fyrsta ár, rúmlega 10 stig að meðaltali í leik en átti við mikil meiðsli næstu ár. Hann hætti atvinnumennsku árið 1995.

{mosimage}
(Darko Milicic)

Darko Milicic:
Darko Milicic er kannski eitt ferskasta dæmið um nýliðaval sem fór ekki alveg á þann veg sem liðið hafði vonast til. Hann var valinn annar árið 2003 af Detroit Pistons á eftir LeBron James. Meðal leikmanna sem komu á eftir honum voru Carmelo Anthony (3.), Chris Bosh (4.), Dwyane Wade (5.) og Kirk Hinrich (7.).

Darko er stór leikmaður, 2,13 á hæð og var aðeins 18 ára gamall þegar hann var valinn af Pistons. Furðulegast þótti að Pistons notuðu hann næstum því ekki neitt en hann spilaði um 5-6 mínútur á leik hjá Pistons og skoraði minna en 2 stig í leik. Reyndar voru Pistons með nokkuð gott lið á þessum árum þannig að ekki kom fyrir mikið. Voru þeir með Ben Wallace sem stóran mann og unnu titil á fyrsta árinu hjá Darko.

Margir NBA gagnrýnendur hafa sagt að Pistons þurftu ekkert á Milicic á að halda, þeir fengu valréttinn í gegnum flókin leikmannaskipti við Vancouver Grizzlies árið 1996. Vegna þess hve gott lið Pistons voru með á þessum árum fékk Darko lítið tækifæri til að æfa sig og þroska hæfileika sinn.

Á síðasta tímabili spilaði hann með Memphis Grizzlies og skoraði 7,2 stig og tók 6,1 fráköst. 

{mosimage}
(Kwame Brown)

Dennis Hopson:
Dennis var valinn þriðji árið 1987 á undan mönnum eins og Scottie Pippen (5.), Kenny Smith (6.) og Reggie Miller (11.). Það sem þykir þó merkilegast við hann er ekki á undan hverjum hann var valinn, heldur hversu góður hann var á síðasta ári sínu í háskóla og hversu lélegur hann var síðan í NBA. Hann skoraði 29 stig að meðaltali á síðasta ári sínu í háskóla en náði ekki að fylgja því eftir í NBA.

Hopson lék aðeins 5 tímabil í NBA og skoraði mest 15 stig á tímabili. Hann endaði feril sinn með rúm 10 stig að meðaltali í leik.

{mosimage}
(Michael Olowokandi)

Aðrir sem vert er að nefna:

 

  • Shawn Bradley. Valinn annar af Philadelphiu árið 1993. Varð aldrei yfirburða NBA leikmaður eins og honum var spáð. Valinn á undan Anfernee Hardaway, Sam Cassell og Allan Houston.
  • Kedrick Brown. Valinn 11. árið 2001 á undan Richard Jefferson, Zach Randolph og Gerald Wallace. Hefur ekki skorað meira en 5,3 stig að meðaltali í leik.
  • Pervis Ellison. Var valinn fyrstur árið 1989 á undan Glen Rice, Tim Hardaway, Shawn Kemp og Vlade Divac. Átti góð ár hjá Washington Bullets en var síðan skipt til Celtics þar sem stigaskorið hans fór úr 20 stig í leik niður í 3-7 stig í leik.

 Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -