Óskabarn körfuboltans um þessar mundir er óumdeilt hinn magnaði Stephen Curry. Hann þótti þó ekki merkilegur pappír þegar menn voru að setja saman skýrslur fyrir nýliðavalið í NBA. Hér að neðan fer myndband frá CoachUp þar sem er aðeins farið ofan í saumana á þessu. Þá má líka sjá nokkrar glósur um hann á nbadraft.net en áður en hann kom inn í NBA deildina en ljóst er að þeir sem skýrslurnar skrifuðu fyrir nýliðavalið vissu ekki hverju þeir ættu von á.
„Far below NBA standard in regard to explosivenes and athleticism“
„Will have to adjust to not being a volume shooter which could have an effect on his effectiveness“
„Lacks great visibility and competition level at mid-major Davidson“



