spot_img
HomeFréttirVerkefnastjóri dómaraverkefnis Tindastóls óskast

Verkefnastjóri dómaraverkefnis Tindastóls óskast

 
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hyggst setja á laggirnar dómaraverkefni sem hefur þann tilgang að fjölga dómurum á svæðinu og að allir leikir á vegum körfuknattleiksdeildar verði dæmdir af dómurum með grunnþekkingu á dómgæslu. www.tindastoll.is greinir frá.
Á heimasíðu Stólanna segir ennfremur:
 
Dómgæsla hefur því miður ekki verið vinsælt verkefni og oft erfitt að fá einstaklinga til að taka að sér að dæma leiki í fjölliðamótum, en fyrst og fremst er verið að horfa til þess að fjölliðamótin verði dæmd af dómurum sem sótt hafa námskeið og hafi ákveðna grunnkunnáttu í störfum dómara.
 
Dómgæslan er afar mikilvægt verkefni sem þarf að vera í lagi. Umgjörð leikja og framkvæmd, er ekki almennilega nema dómgæslan sé í lagi og framkvæmd af fólki með grunnþekkingu.
 
Unglingaráð leitar að verkefnastjóra fyrir dómaraverkefnið. Hlutverk hans verður að halda utan um dómarahóp körfuknattleiksdeildar, manna dómgæslu í þeim leikjum sem körfuknattleiksdeildin þarf að manna, halda utan um dómaranámskeið og sinna dómaramálum af áhuga. Um afar gefandi sjálfboðaliðastarf er að ræða en viðkomandi mun starfa með unglingaráði að framgangi verkefnisins.
 
Við biðlum til foreldra, gamalla körfuknattleiksmanna eða almennra áhugamanna sem vilja vinna að framgangi íþróttarinnar. Eins og áður segir, er þetta mjög mikilvægt verkefni og vill unglingaráð leggja metnað sinn í að hafa dómaramál félagsins í lagi.
 
Hæfir dómarar eru ekki síður mikilvægir framkvæmd leikja en boltinn sjálfur, enginn vill spila með loftlausan bolta!
 
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Karl Jónsson í unglingaráði, í síma 844 2461 eða á netfanginu [email protected]  
Fréttir
- Auglýsing -