spot_img
HomeFréttirVerið að ganga frá ráðningu Inga til 2014

Verið að ganga frá ráðningu Inga til 2014

 
Gunnar Svanlaugsson formaður KKD Snæfells ritaði nýverið pistil á heimasíðu Hólmara þar sem formaðurinn fer yfir árið hjá Snæfellsliðunum. Þar kemur fram í máli Gunnars að verið sé að ganga frá því að ráða Inga Þór Steinþórsson áframhaldandi þjálfara í Stykkishólmi til ársins 2014. 
Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Ingi Þór Gullkálfur þeirra Hólmara frá því hann gerði Snæfell að bæði Íslands- og bikarmeisturum á síðustu leiktíð. Sá titill var sá fyrsti sem fer út fyrir Suðvesturhorn landsins.
 
Í pistli sínum segir Gunnar einnig að vinna standi yfir við leikmannahópana hjá meistaraflokkum félagsins og vonast hann til þess að frá þeim málum verði gengið á næstu vikum.
 
Fréttir
- Auglýsing -