spot_img
HomeFréttirVerður það KR eða Grindavík? Iceland Express-deild karla klárast

Verður það KR eða Grindavík? Iceland Express-deild karla klárast

10:19

{mosimage}
(Það verður hart barist í DHL-höllinni í dag)

Mikið er um að vera í körfunni í dag þar sem línurnar eru svo sannarlega farnar að skýrast. Stórleikur dagsins er viðureign KR og Grindavíkur í úrslitakeppni Iceland Express-deild kvenna en sigurvegari leiksins kemst í undanúrslit og svo er lokaumferðin í Iceland Express-deild karla.


Staðan í einvígi KR og Grindavíkur í úrslitakeppni Iceland Express-deild kvenna er 1-1, liðin hafa unnið sitt hvorn heimaleikinn. Þannig að það lið sem vinnur í dag fer áfram í undanúrslit. Leikir þessa liða í úrslitakeppninni hafa verið spennandi þar sem baráttan er fremst í flokki og því má gera ráð fyrir hörkufjöri í dag kl. 16:00 í DHL-höllinni.

Lokaumferðin í Iceland Express-deild karla er æsispennandi og hver einustu úrslit hafa áhrif á lokastöðu liðanna.

Í grein hér á Karfan.is er farið ítarlega yfir það í hvaða sætum lið geta lent.

FSu-Stjarnan: Heimamenn í FSu þurfa sigur til að tryggja sér sæti sitt í deildinni en ef þeir tapa þá þurfa þeir að treysta á tap hjá Þórsurum. Stjarnan er að berjast um sæti í úrslitakeppninni og sigur því nauðsynlegur.

Keflavík-Skallagrímur: Heimamenn þurfa sigur til að tryggja sér heimavallarréttinn í 8-liða úrslitum. Annars gætu Njarðvíkingar tekið hann ef þeir sigra sinn leik. Skallagrímsmenn hafa að engu að keppa en liðið er fallið í 1. deild.

KR-Þór Ak.: Þórsarar þurfa á sigri að halda til að halda sæti sínu í deildinni en um leið þurfa þeir að treysta á önnur úrslit. KR-ingar eru orðnir deildarmeistarar og því geta þeir ekki endað neðar.

ÍR-Grindavík: ÍR-ingar eru að berjast um gott sæti í úrslitakeppninni og með sigri þá tryggja þeir sér 6. sætið. Grindvíkingar eru með 2. sætið og fara ekki neðan né ofar.

Breiðablik-Tindastóll: Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Ef Blikar vinna þá tryggja þér sér sæti í úrslitakeppninni. Ef þeir tapa þá geta þeir endað í 10. sæti en þeir eru óhultir fyrir falli. Tindastólsmenn þurfa sigur til að tryggja sér sætið í deildinni. Ef þeir tapa og Þórsarar vinna þá eru Tindastólsmenn fallnir. En ef þeir vinna, Þórsarar sömuleiðis og FSu tapar þá bjargar Tindastóll sér frá falli.

Snæfell-Njarðvík: Snæfellingar hafa að engu að keppa en þeir enda í þriðja sæti óháð öðrum úrslitum. En Njarðvíkingar eru að elta 4. sætið. Ef þeir vinna í dag og Keflavík tapar þá hafa þessi grannlið sætaskipti og Njarðvík fer í fjórða og Keflavík það fimmta.

Allir leikirnir í úrvalsdeildinni hefjast kl. 19:15.

Einnig er leikið í 2. deild og er hægt að sjá leiki dagsins hér.

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -