Í kvöld heldur Iceland Express deild karla áfram og stórleikur kvöldsins án nokkurs vafa er leikur risanna frá suðurnesjum, Njarðvík og Keflavík. Breiðablik tekur svo á móti Hamar í fall- / úrslitakeppnisslagnum. Og svo taka FSU á mót liði Tindastóls. Leikirnir hefjast allir kl 19:15
Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur verður í Toyotahöllinni og er veðmálið á kaffistofum bæjarins um er hvort liðið muni mæta til leiks í þetta skiptið, en síðustu viðureignir þessara liða hafa verið þannig að annað liðið hefur verið í bílstjórasætinu og lítið um spennu í leikjunum. Keflvíkingar fóru illa með Njarðvíkinga í bikarkeppninni í síðustu viðureign liðanna en þar á undan tóku Njarðvíkingar deildarleikinn með 13 stigum.



