spot_img
HomeFréttirVerður Snæfell Íslandsmeistari í kvöld?

Verður Snæfell Íslandsmeistari í kvöld?

Þessi sunnudagur er þéttur af körfubolta, svo mikið er víst. Helst á döfinni auðvitað að í kvöld getur Snæfell tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna. Þriðja úrslitaviðureign Snæfells og Hauka fer fram í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15 en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Snæfell.
 
 
Í kvöld hefst einnig úrslitaeinvígi Breiðabliks og Fjölnis í 1. deild kvenna en vinna þarf tvo leiki til þess að komast upp í Domino´s deildina. Þá fer fram önnur viðureign Stjörnunnar og KR í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Allir þrír leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
Það dregur svo í dag til tíðinda hjá yngri flokkum en í minnibolta stúlkna og í 7. flokki drengja fara fram loka fjölliðamótin þar sem Íslandsmeistarar í flokkunum verða krýndir. Minnibolti stúlkna leikur sitt úrslitamót í Grindavík en 7. flokkur drengja leikur sitt úrslitamót í Ásgarði.
 
Leikjayfirlit dagsins:
 
Domino´s deild kvenna – úrslit, leikur 3
Snæfell – Haukar kl. 19:15
 
Domino´s deild karla – undanúrslit, leikur 2
Stjarnan – KR kl. 19:15
 
1. deild kvenna – úrslit, leikur 1
Breiðablik – Fjölnir kl. 19:15
 
Lokaleikurinn í minnibolta kvenna hefst kl. 15:00 í Röstinni í Grindavík en þá mætast Grindavík og Keflavík. Lokaleikurinn í 7. flokki drengja hefst einnig kl. 15:00 og þá mætast Njarðvík og Stjarnan í Ásgarði.
 
Mynd/ Axel Finnur
  
Fréttir
- Auglýsing -