spot_img
HomeFréttirVerður Rose tilbúinn í febrúar?

Verður Rose tilbúinn í febrúar?

Bulls aðdáendur geta farið að taka gleði sína á ný en talið er að Derrick Rose, stjarna Chicago manna, geti hafið æfingar innan nokkurra vikna en hann eins og frægt varð sleit krossband í maí á þessu ári.
 
Eftir aðgerð var því kastað fram að Rose gæti byrjað að spila með Chicago liðinu aftur í febrúar á næsta ári og miðað við þessar fréttir fer það ekki fjarri lagi. Þess má þó geta að þetta er meiri ályktun en raun og er það haft eftir Gar Forman, framkvæmdarstjóra Bulls, að þetta ferli er tekið í litlum skrefum og engin dagsetning sé komin á komu Rose aftur á æfingarsvæðið.
 
Rose hefur þó verið að láta reyna á hnéð á síðustu vikum og sást til hans á æfingarsvæðinu þar sem hann tók nokkra spretti á meðan Kirk Hinrich hvatti hann áfram.
 
Fréttir
- Auglýsing -