spot_img
HomeFréttirVerður Njarðvík með í úrslitakeppninni?

Verður Njarðvík með í úrslitakeppninni?

 

Tveir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Fyrri leikurinn er á milli Hauka og Snæfells. Leikurinn sannkallaður botnslagur, þar sem að Haukar eru í 11. sæti deildarinnar en Snæfell í því 12. Snæfell án sigurs í vetur og fallnir, en Haukar enn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Seinni leikurinn er leikur Þórs Akureyri og Njarðvíkur. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 8.-9. sæti deildarinnar. Því mætti gera ráð fyrir að sigur fyrir hvort lið færi langleiðina með að tryggja því sæti í úrslitakeppninni.

 

Í fyrstu deild karla er ein viðureign. Þar tekur botnlið Ármanns á móti toppliði Hattar. Ármann enn án sigurs í vetur og því ansi ólíklegt að þeir nái í þann fyrsta gegn Hetti. Höttur aðeins 2 stigum frá því að tryggja sér efsta sæti deildarinnar og beina leið aftur upp í Dominos deildina þetta tímabilið. 

 

Í fyrstu deild kvenn tekur KR svo á móti Breiðablik. Fyrir leikinn er Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að KR er í því 3. með 8.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

Staðan í 1. deild kvenna

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Haukar – Snæfell – kl. 19:15 í beinni útsendingu Haukar Tv

Þór Ak – Njarðvík – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
 

1. deild karla:
Ármann – Höttur – kl. 19:15
 

1. deild kvenna:

KR – Breiðablik – kl. 18:00 í beinni útsendingu KR Tv

Fréttir
- Auglýsing -