spot_img
HomeFréttirVerður Kristó með í kvöld? "Já, maður!"

Verður Kristó með í kvöld? “Já, maður!”

Karfan.is heyrði í Kristófer Acox fyrir leik kvöldsins milli Keflavíkur og KR í undanúrslitum Domino's deildar karla. Verður hann með í kvöld? Svarið var einfalt: "Já, maður!"

 

Kristófer er afar spenntur fyrir að spila fyrir uppeldisfélagið sitt loksins aftur eftir margra ára fjarveru. Við erum hins vegar ekkert að tala um venjulega heimkomu, heldur ígildi erlends leikmanns að bætast í hóp KR-inga, þar sem Kristófer er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum í háskólaboltanum þetta árið. Hann er ekki einn um að vera spenntur fyrir leiknum því megnið af körfuboltahreyfingunni á landinu mun líklegast fylgjast með í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Dagurinn hefur verið rólegur annars hjá Kristófer í dag. "Fór að skjóta með Brilla (Brynjari Þór) og Darra í morgun," sagði hann í spjalli við Karfan.is í dag. "Ég náði æfingu á föstudaginn og laugardaginn. Annars höfum við bara verið að fara yfir kerfin og koma mér inn í flæðið hjá okkur. Hvar þeir vilja nota mig og allt þannig."

 

Pepplistinn hans Kristófers er klár hérna fyrir neðan og hægt að hita upp fyrir leikinn með honum. Hann lofaði undirrituðum 2-3 tröllatroðslum svo það er um að gera að fara á leikinn eða horfa í beinni.

 

Fréttir
- Auglýsing -