spot_img
HomeFréttirVerður Keflavík, Keflavík í Skagafirðinum?

Verður Keflavík, Keflavík í Skagafirðinum?

 

Lið: Keflavík

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 9

Síðasti titill: 2008

Staða eftir deildarkeppni: 6. sæti

 

Mótherji í 8 liða úrslitum: Tindastóll

 

 

Innbyrðisviðureignir gegn Tindastól í vetur:

Líkt og önnur lið í þessum 8 liða úrslitum, þá skiptu Tindastóll og Keflavík með sér sigrum í vetur. Fyrri leikinn í unnu Keflavík heima í TM Höllinni með 22 stigum, en það var áður en að Tindastóll skipti um þjálfara og erlenda leikmenn. Seinni leikurinn fyrir norðan var öllu meira spennandi. Hann sigraði Tindastóll með 9 stigum.

 

Hvað þarf Keflavík að gera til að komast í undanúrslit?

Ákvarðanataka Keflavíkur sóknarlega á eftir að skipta gríðarlegu máli í þessu einvígi. Þeir spila alveg rosalega mikið út á tveggja manna leik Amin Stevens og Harðar Axels Vilhjálmssonar. Að sjá hvað þeir komast langt með það spil og hvenær séu réttu tímasetningarnar til þess að kalla eftir framlagi sóknarmegin frá öðrum leikmönnum er það sem að getur mögulega komið þeim áfram. Liðið er fullt af góðum skotmönnum, sé tvöfaldað á þá tvo í sínu spili þurfa aðrir leikmenn að vera tilbúnir til þess að fá boltann og gera hluti.

 

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Nái Tindastóll að koma því fyrir þannig að þeir ráði sæmilega við þá Amin og Hörð án þess að of mikið annað sé að gerast, þá er Keflavík í miklum vandræðum. Ekki bara gefa Stólarnir sig út fyrir að vera hörku varnarlið, heldur eru þeir það líka ef sá er gállinn á þeim. Það sem kannski verra er fyrir Keflavík, þá "match-a" þeir bara alveg prýðilega á þá á þeim enda vallarins.

 

Lykilleikmaður:

Amin Stevens er besti leikmaður deildarinnar þetta árið. Vissulega mjög mikilvægur í þessari seríu. Myndum þó kannski frekar segja að leikur Keflavíkur standi eilítið og falli með leikstjórnandanum Herði Axeli Vilhjálmssyni. Leiddi deildina í stoðsendingum að meðaltali í leik á tímabilinu og er hægt og rólega að fara með sókn Keflavíkur á nýja og betri staði. 

 

 

Fylgist með:

Það eru margir góðir varnarmenn í Keflavík. Einn þeirra er Reggie Dupree. Oftar en ekki settur á leikstjórnanda andstæðingsins. Orka hans fer oft mikið í þá vinnu og sóknarlega líður hann og liðið fyrir það. Áhugavert verður að sjá hvort hann komist af stað á báðum endum vallarins í leikjum þessarar seríu, því hann er einnig afbragðs sóknarleikmaður.

 

Spá hlustenda:

Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis.  Flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða 32%, halda að Tindastóll muni hafa þetta í 5 leikjum. Þar á eftir, í 26%, eru þeir sem að spá því að það verði Keflavík sem að hefur þetta í 5 leikjum. Í heildina halda 57% að Tindastóll fari í undanúrslit en aðeins 43% veðja á Keflavík.

 

 

Leikdagar í 8 liða úrslitum:

Leikur 1 16. mars kl. 19:15 Síkinu Sauðárkróki – í beinni útsendingu Tindastóll Tv

Leikur 2 19. mars kl. 19:15 TM Höllinni Keflavík– í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 3 22. mars kl. 19:15 Síkinu Sauðárkróki  – í beinni útsendingu Tindastóll Tv

 

Leikur 4 24. mars kl. 19:15 TM Höllinni Keflavík (ef þarf)

Leikur 5 26. mars kl. 19:15 Síkinu Sauðárkróki  (ef þarf)

 

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -