18:00
{mosimage}
(Hreggviður hefur skorað grimmt í vetur)
Óvíst er hvort Hreggviður Magnússon verður með ÍR þegar þeir mæta Grindavík í Iceland Express-deild karla í Röstinni í kvöld. Hreggviður tognaði á læri á æfingu og er staða hans óljós.
Hreggviður hefur spilað vel í vetur með ÍR. Hann er stigahæsti leikmaður liðsins með 19,4 stig í leik og mega ÍR-ingar illa við því að missa hann.
ÍR-ingar eru í 7. sæti með 16 stig fjórum stigum frá Skallagrím, Snæfell og Njarðvík sem eru í 4.-6. sæti með 20 stig.
Mynd: [email protected]



