spot_img
HomeFréttirVerður Hjalti meira með í vetur?

Verður Hjalti meira með í vetur?

14:05

{mosimage}

Hjalti Vilhjálmsson, fyrirliði Fjölnis í Iceland Express-deild karla, verður kannski ekki meira með liðinu í vetur. Hjalti sem meiddist á æfingu á þriðjudag var ekki með félögum sínum í gær þegar þeir töpuðu mikilvægum leik gegn Stjörnunni.

Hjalti staðfesti það við Karfan.is að hann braut bátsbeinið á annarri hendi á æfingu á þriðjudag og læknir sem hann hefur farið til telur að hann verði um sex vikur að jafna sig. Bátnsbeinið er beinið sem er fyrir ofan úlnliðinn.

Þó að læknirinn hafi gefið honum sex vikur vildi Hjalti ekki útiloka það að hann nái að snúa á ný lið lið Fjölnis sem er ekki í allt of góðri stöðu þessa stundina enda í fallsæti. ,,Ef þetta er rétt sem læknirinn sagði þá missi ég af restinni af tímabilinu. En maður veit ekki. Þessir læknar gefa manni yfirleitt langan tíma að jafna sig,” sagði Hjalti en hann sló hendinni í hné félaga síns Anthony Drejah á æfingu með þeim afleiðingum að beinið brotnaði.

Varðandi framhaldið sagði Hjalti að Fjölnisstrákarnir verði að girða sig í brók og fara að spila saman eins og lið. ,,Mér finnst við ekki vera að spila saman. Í gær kom ég í 2. leikhluta, þar sem ég var að þjálfa, og þá voru strákarnir 5 stigum undir. Svo fengu menn 14-0 á sig og við það gáfust þeir upp. Maður sá það bara í vörninni. Við verðum að fara peppa hvorn annan upp. Gera þetta saman og hætta þessu einstaklingsframtaki,” sagði fyrirliðinn en þó hann geti ekki hjálpað félögum sínum innan vallar verður hann hjá liðinu utan vallar og ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að forða félaginu frá falli.

[email protected]

Mynd: thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -