Úrslitaleikur EuroBasket 2022 á milli Frakklands og Spánar fer fram í dag kl. 18:30 í Berlín í Þýskalandi.
Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Spánn lið heimamanna í Þýskalandi og Frakkland lagði Pólland.
Fyrir úrslitaleikinn kl. 15:15 er leikurinn um þriðja sætið milli Póllands og Þýskalands á dagskrá.
Báðir verða leikirnir sýndir í beinni útsendingu á RÚV.