spot_img
HomeFréttirVerður ekki með Haukum á næsta tímabili

Verður ekki með Haukum á næsta tímabili

Sigurður Þór Einarsson, leikmaður Hauka, hefur ákveðið að setja skóna á hilluna frægu og mun ekki taka slaginn með liðinu á komandi tímabili í Domino‘s deild karla. Þetta tjáði hann leikmönnum og þjálfurum Hauka nú í vikunni eins og fram kemur á heimasíðu Hauka.

Ástæðuna segir Sigurður að hann geti ekki komið til með sinna körfuboltanum að sama krafti og hann hefði viljað og eftir 16 ár í meistaraflokki væri kominn tími til að prófa eitthvað annað.

Sigurður kom til liðs við Hauka fyrir tímabilið 2003-2004 frá Njarðvík þar sem hann ól manninn. Sigurður spilaði með Haukum út tímabilið 07-08 og hélt þá til Danaveldis í nám og spilaði með Horsens IC. Sigurður kom aftur til liðs við Hauka 2013 og hefur verið með liðinu síðan.

Fréttir
- Auglýsing -