15:09
{mosimage}
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar
Nú eftir að samþykkt var á ársþingi KKÍ að allir leikir í efstu deild karla og kvenna skuli leiknir á parketi setti karfan.is sig í samband við forystumenn sveitarfélaga þar sem ekki er parket og leikinn er körfuknattleikur á efstu stigum. Spurt var hvernig sveitarfélagið muni bregðast við þessari reglugerð.
Send var fyrirspurn á bæjarstjóra Akureyrar, Hveragerðis og Kópavogs, sveitarstjóra Skagafjarðar og formann íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar svarar á þessa leið.
Í nýjustu húsum Akureyrarbæjar hefur verið settur dúkur. En mönnum hefur greint á hvort parket eða dúkur sé hentugra gólfefni fyrir þá fjölbreyttu starfsemi sem er í þessum húsum. Miðað við þær fréttir sem berast nú frá Körfuboltafélögum og fyrirhugaðar sektargreiðslur fyrir að leika ekki á parketi þá er ljóst að bæjarfélagið þarf að endurskoða þessi mál. Íþróttahöllin hefur verið töluvert notuð í körfunni, við erum að ráðast í viðgerðir á þaki hallarinnar nú í sumar og síðan verður tekin ákvörðun um gólfefni. Það er engu að síður ljóst að parketgólf þar myndi skerða notkun hennar fyrir aðra starfsemi þannig að nauðsynlegt er að skoða málið í heild sinni og sjá hvar körfunni verður best komið fyrir.
karfan.is þakka Sigrúnu kærlega fyrir skjót svör og bíður spennt eftir svörum annarra forystumanna sveitarfélaga.
Mynd: www.akureyri.is