spot_img
HomeFréttirVerðum að vinna alla okkar leiki

Verðum að vinna alla okkar leiki

13:31 

{mosimage}

Keflavík mætir ÍR í Seljaskóla í Iceland Express deild karla í kvöld kl. 19:15. Leikurinn er síðasti leikur 17. umferðar í deildinni og afar þýðingarmikill fyrir bæði lið sem og allir leikir sem eftir eru í deildinni en nú styttist óðfluga í úrslitakeppnina.

 

Bakvörðurinn Tony Harris verður ekki með Keflavík í kvöld en gert er ráð fyrir því að hann komi til landsins síðar í vikunni. Magnús Gunnarsson verður aftur í leikmannahópi Keflavíkur í kvöld en hann var í fríi á dögunum þar sem íbúð hans í Reykjanesbæ skemmdist í bruna.

 

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sagði að það væri alltaf gaman að spila í Seljaskóla. „Þetta er sérstakur staður og gaman að spila þarna. Við erum að berjast við það að komast í eitt af fjórum efstu sætunum og því verðum við að vinna alla okkar leiki sem eftir eru,” sagði Sigurður en Keflvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með 20 stig en ÍR er í 9. sæti með 10 stig.

 

Frétt af www.vf.is  

Fréttir
- Auglýsing -