21:28
{mosimage}
Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu betur gegn KR í dag fyrir framan fullt hús af fólki í DHL-höllinni og eftir 4 mín leik var staðan 6-14 fyrir ÍR og áttu KR-ingar í mestu erfiðleikum með að skora. Í stöðunni 8-14 kom Joshua Helm inn á en hann byrjaði á bekknum hjá KR. Við það lifnaði yfir sóknarleik KR en ÍR hélt áfram að stjórna leiknum og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-24 fyrir ÍR.
ÍR-ingar héldu áfram sömu baráttu og spiluðu virkilega vel í 2.leikhluta á sama tíma og KR-ingar eyddu mestum tíma í að pirra sig á dómurunum og fengu meðal annars dæmda á sig tvær tæknivillur í leikhlutanum. Ljóst var að öll stemningin var ÍR megin og ætlaði allt að verða vitlaust í stuðningsmannastúku ÍR þegar Eiríkur Önundarson kastaði glæsilegri sendingu þvert yfir völlinn þar sem Tahirou Sani greip boltannn og tróð viðstöðulaust með miklum tilþrifum og ÍR-ingar innan sem utan vallar fögnuðu gífurlega. Staðan í lok 2. leikhluta var 37-48 og var allt ÍR-liðið að spila virkilega vel og skipti engu máli hvaða leikmaður væri inn á. Hjá KR var Joshua Helm að halda KR-ingum inn í leiknum og leikmenn eins og Jeremiah Sola og Helgi Magnússon voru langt frá sínu besta.
Jeremiah Sola mætti tilbúin til leiks í seinni hálfleik og ljóst að hann ætlaði að bæta upp fyrir lélegan fyrri hálfleik. Á fyrstu mínútu leikhlutans skoraði hann 5 stig og minnkaði muninn í 42-46 og Fannar Ólafson skoraði stuttu á eftir minnkaði muninn niður í 4 stig. En ÍR-ingar skoruðu næstu 8 stig og náðu muninum aftur upp og skiptust liðin á að skora næstu mínúturnar og 8 stiga munur á liðunum þegar 3ji leikhluti endaði.
{mosimage}
Snemma í 4.leikhluta tókst Brynjari Björnssyni að fá 3 villur á 15 sekúndum. Meðal annars var síðasta villan óíþróttamannslegvilla en þá hafði hann brotið á Ólafi Sigurðssyni í lay-hoppi og eftir að hafa brotið á Ólafi sló hann til hans og fékk því villu og einnig óíþróttamannslegvillu. Ólafur þakkaði fyrir sig og setti niður 2 af 4 vítaskotunum. ÍR-ingar sem voru búnir að berjast vel allan leikinn voru komnir í einhver villuvandræði á þessum tímapunkti og voru fjórir leikmenn með 4 villur þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Josuha Helm og Skarphéðinn Ingason voru að spila vel á þessum tímapunkti auk Andrew Fogel og þegar 2.30mín voru eftir af leiknum skoraði Fogel og minnkaði munin niður í 2 stig og leit allt út fyrir að KR myndi stela sigrinum af ÍR á lokasprettinum. En Steinar Arason ásamt öðrum ÍR-ingum var ekki tilbúinn að gefa eftir og skoraði 5 af síðustu 7 stigum ÍR-inga og endaði leikurinn 76-85 fyrir ÍR.
ÍR-ingar unnu verðskuldaðan sigur í dag. Þeir mættu allir tilbúnir til leiks og skipti engu máli hver var inn á vellinum, þeir börðust allir sem einn. Stigahæstur hjá ÍR var Tahirou Sani með 18 stig (7 fráköst), Nate Brown með 17 stig (11 stoðsendingar) og Steinar Arason með 16 stig. Hjá KR var Joshua Helm að halda KR inn í leiknum meðan aðrir spiluðu illa. Andrew Fogel átti einnig góða spretti auk þess sem Skarphéðinn Ingason barðist vel.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Myndir: Stefán Helgi Valsson



