spot_img
HomeFréttirVerðmætasti leikmaðurinn - James Harden

Verðmætasti leikmaðurinn – James Harden

Nú er NBA tímabilinu lokið og því ekki úr vegi að veita verðlaun. Karfan.is hefur heiðrað nokkra einstaklinga sem hafa skarað fram úr í þeim hefðbundnu flokkum sem verðlaunað er fyrir í NBA deildinni. Margt kemur til álita þegar að svona verðlaun eru veitt en til grundvallar liggur aðallega gildismat þess sem þetta skrifar.

 

 

Verðmætasti leikmaðurinn: James Harden – Houston Rockets

 

James Harden er verðmætasti leikmaður deildarinnar þetta tímabilið. Eftir erfitt tímabil í fyrra þegar að Houston voru einungis með 50% vinningshlutfall þá kom Mike D’Antoni og fékk Harden til þess að vera leikstjórnandi. Það hefur algerlega virkað, Houston keyrir einn effektívasta og skemmtilegasta sóknarleik deildarinnar og Harden er vítamínsprautan sem að lætur allt ganga. Leikmenn sem allir voru að gleyma eins og Eric Gordon, Ryan Anderson og Nene hafa gengið í endurnýjun lífdaga og er Harden duglegur að finna þá fyrir utan þriggja stiga línuna.

 

Þegar að horft er til vals á verðmætasta leikmanninum þá eru breyturnar oftast tvær, tölfræðilegir yfirburðir og svo hvernig liðinu gengur. Tölfræðin hjá James Harden er frábær, 29 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar með 27 PER. Rockets unnu svo 14 leikjum meira en í fyrra og enduðu með 55 sigra sem var 3. besti árangurinn í vetur, einungis San Antonio Spurs og Golden State Warriors unnu fleiri leiki.

 

 

2. sæti: Russell Westbrook – Oklahoma City Thunder

Stórkostlegt ár hjá Russell Westbrook, 42 þrennur, tölfræðin frábær (31,6 – 10,7 – 10,4) og enginn leikmaður var jafn mikið milli tannana á fólki í vetur.

 

 

3. sæti: Kawhi Leonard – San Antonio Spurs

Enn heldur Kawhi áfram að bæta sig sóknarlega, 26 stig í vetur með frábæra nýtingu, ótrúlega vörn og liðið hans, San Antonio Spurs var með næst besta árangur deildarkeppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -