spot_img
HomeFréttirVerðlaunahafar seinni hluta Dominosdeildar kvenna

Verðlaunahafar seinni hluta Dominosdeildar kvenna

KKÍ var með blaðamannafund í dag þar sem að verðlaun fyrir seinnihluta Dominosdeildar kvenna voru veitt.
Úrvalsliðið er nánast óbreytt frá fyrrihluta deildarinn að undanskildri Sigrúnu Sjöfn sem kemur inn í staðinn fyrir Söru Rún.
Dugnaðarforkurinn er áfram úr herbúðum Hamarskvenna en að þessu sinni var Íris valin í stað Marínar.
Ingi Þór kom engum á óvart í vali besta þjálfarans enda fór liðið hans taplaust í gegnum seinnihluta deildarinnar.
Einnig kom val Lele Hardy sem besta leikmanni engum á óvart enda er hún búin að vera í algjörum sérflokki í allan vetur.
 
Úrvalsslið: Hildur Sigurðardóttir – Snæfell, Lele Hardy – Haukar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – KR, Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík og Hildur Björg Kjartansdóttir – Snæfell
 
Dugnaðarforkurinn: Íris Ásgeirsdóttir – Hamar
 
Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell
 
Besti leikmaðurinn: Lele Hardy – Haukar
 
 
Mynd/ [email protected] – F.v. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino’s, Íris Ásgeirsdóttir, Lele Hardy, Bryndís Guðmundsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Ingi Þór Steinþórsson og Hannes Jónsson formaður KKÍ
 
Fréttir
- Auglýsing -