spot_img
HomeFréttirVerða það Haukar eða Valur sem færast nær titlinum í kvöld?

Verða það Haukar eða Valur sem færast nær titlinum í kvöld?

Leikur þrjú í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld að Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 1-1 og því getur annað liðið tekið skrefið nær Íslandsmeistaratitlinum. Það eru Valsarar sem eru í heimsókn hjá deildarmeisturum Hauka.

 

Liðin hafa unnið sitthvoran leikinn hingað til í einvíginu og það á sínum heimavelli. Á tímabilinu hafa þau mæst sex sinnum og Haukar unnið fjóra af þessum leikjum. Valsarar hafa aldrei náð í sigur á þessu tímabili í Hafnarfirði en síðast vann liðið þar í febrúar 2017 í deildarkeppninni. 

 

Valur vann fyrsta leik sinn í úrslitaeinvígi efstu deildar kvenna í sögunni er liðið jafnaði einvígið síðasta laugardag í Valhöllinni 80-76. Fyrsta leikinn unnu Haukar nokkuð sannfærandi 85-68 og því gerðu margir ráð fyrir að Haukar næðu að sigra leik tvö en Valsarar voru ekki á þeirri braut. Umfjöllun og viðtöl eftir síðasta leik má finna hér. 

 

 

Leikur Hauka og Vals hefst kl 19:15 að Ásvöllum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Leiknum verður gerð góð skil hér að Karfan.is að honum loknum í kvöld.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -