spot_img
HomeFréttirVenesúela Ameríkumeistari í fyrsta sinn

Venesúela Ameríkumeistari í fyrsta sinn

Ameríkukeppninni var að ljúka í gærkvöldi og óhætt að segja að Venesúela hafi komið mörgum á óvart með því bæði að komast alla leið í úrslitaleikinn og þar að leggja Argentínumenn að velli í úrslitaleiknum sjálfum! Lokatölur 76-71 Venesúela í vil sem fagnaði sínum fyrsta Ameríkutitli í sögu landsins.

Bandaríkjamenn telfdu ekki fram liði en þeir eru þegar komnir með sæti á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári. 

Ameríkukeppnin fór fram í Mexíkó þar sem heimamenn léku um bronsið gegn Kanada en Kanadamenn lönduðu bronsinu í miklum spennuslag í gær. 

Aðeins tíu lið léku í Ameríkukeppninni og hér er lokastaða þeirra:

1. Venesúela

2. Argentína

3. Kanada

4. Mexíkó

5. Púertó Ríkó

6. Dóminíska Lýðveldið

7. Panama

8. Úrugvæ

9. Brasilía

10. Kúba

Heissler Guillent kom sterkur af bekk Venesúela í úrslitaleiknum í gær og skoraði 15 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar en hjá Argentínumönnum var Andrés Nocioni atkvæðamestur með 22 stig og 8 fráköst. 

Það helsta frá úrslitaleik Venesúela og Argentínu

 

Fréttir
- Auglýsing -