spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueVelkominn heim, Martin!

Velkominn heim, Martin!

Martin Hermannsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Alba Berlin í Þýskalandi, en hann kemur til liðsins eftir fjögurra ára veru hjá Valencia á Spáni. Samningur hans við félagið er út tímabilið 2025-26.

Martin er að sjálfsögðu að snúa til baka til Berlín, en hann var þar í tvö tímabil, 2018-2020, áður en hann samdi við Valencia á sínum tíma. Alba Berlin leikur í þýsku úrvalsdeildinni og eru þeir næst sigursælasta lið í sögu deildarinnar með 11 Þýskalandsmeistaratitla, þann síðasta tímabilið 2021-22. Þá leikur liðið einnig í sterkustu deild Evrópu, EuroLeague, líkt og Valencia. Martin átti sinn þátt í velgengni Alba Berlin, enárið 2020 var hann lykilmaður í liði þeirra sem vann tvöfalt.

Hér fyrir neðan má sjá samfélagsmiðlafærslu Alba Berlin frá því fyrr í dag, en hana enda þeir á að bjóða verlkominn til baka á íslendku með því að bjóða hann verlkominn heim.

Fréttir
- Auglýsing -