Laugardaginn 20. febrúar bauð unglingaráð körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri, krökkum 12 ára og yngri upp á körfuboltaskóla þar sem bæði færir þjálfarar og góðir körfuknattleiksmenn leiðbeindu krökkunum.
Meðal þjálfara sem komu í skólann má nefna Sigurð Ingimundarson þjálfara landsliðsins og Njarðvíkur, Einar Valbergsson, Baldur Ingi Jónasson og Sævar Ingi Rúnarsson. Leikmenn tóku einnig þátt með að leiðbeina krökkunum. Meðal leikmanna má nefna, Cedric Isom, Óðin Ásgeirsson, Wesley Hsu, Erna Rún Magnúsdóttir og Bjarki Oddsson. Þá kom einnig með Cedic félagi hans sem leikur með Tindastóli Donatas Visockis.



