spot_img
HomeFréttir"Vel þjálfað lið með marga sem þekkja vel að skila sínu á...

“Vel þjálfað lið með marga sem þekkja vel að skila sínu á ögurstundu”

 

Fjórði leikur úrslitaeinvígis KR og Tindastóls fer fram í Skagafirðinum, í Síkinu nánar tiltekið, í kvöld kl. 19:15. Fyrir leikinn hefur Tindastóll einn vinning, en KR tvo. Því að eins einn sem vantar upp á að KR (sem þeir geta náð í þessum leik) nái að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Liðin tvö, hafa sýnt af sér í einvíginu að þarna eru alveg örugglega á ferðinni rjómi Íslensks körfubolta þetta árið. KR með sína leikreynslu, hæfileika og vilja til þess að verja titil í fyrsta skipti í sögu félagssins (frá því að úrslitakeppnin var sett á laggirnar) á meðan að Tindastóll, þó reynslan sé vissulega til staðar, keyra sitt lið mikið til á ungum leikmönnum í bland við eldri og kannski þeirri staðreynd að (þó liðið hafi vissulega gert tilkall áður) ná í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.


Gefur augaleið að fyrir leik eins og þann er fram fer í kvöld, eru það ekki bara áhangendur beggja liða sem bíða í ofvæni, heldur einnig hinn almenni körfuboltaáhugamaður. Við settum okkur í samband við leikmann Njarðvíkur, Ólaf Aron Ingvarsson og fengum hann til að svara nokkrum spurningum varðandi úrslitaeinvígið, en hann er þessum aðstæðum öllum kunnur. Þar sem að fyrir ekki svo mörgum árum lék hann einmitt í einu slíku fyrir hönd Stjörnunnar, gegn, einmitt KR.

 

Hvernig finnst þér úrslitakeppnin hafa verið?

Fínasta úrslitakeppni, held að skemmtilegasti körfuboltinn hafi verið í  seríu Njarðvíkur og Stjörnunar og svo kannski seríu Njarðvíkur og KR. Enda 2 oddaleikir þar. Hápunktur hingað til klárlega oddaleikurinn á milli Njarðvíkur og KR.

Hvernig finnst þér þetta úrslitaeinvígi á milli KR og Tindastóls hafa verið?

Hafa verið skemmtilegir leikir flestir, samt frekar sorglegt að það vanti Dempsey. Líklega eini gæinn í þessari deild sem gæti mögulega verið sterkari en Crayon líkamlega. Held samt að allir séu á pari við getu og því lítið komið á óvart.

Hverjir eru helstu styrkleikar Tindastóls? 

Liggja klárlega í íslensku/erlendu leikmönnunum Lewis og Flake. Mjög góð breidd líka, um 8-9 vel spilandi strákar. Dugnaðurinn skilar þeim einnig miklu. Vill einnig fá að nefna leikstjórnandan unga, Pétur Rúnar Birgisson, mér hefur þótt hann frábær í vetur.

Hverjir eru helstu styrkleikar KR?

Helst bara hvað þessi kjarni hefur spilað lengi saman. Einnig vel þjálfað lið með marga góða reynslubolta sem þekkja það vel að skila sínu á ögurstundu.

Hver er þinn uppáhalds leikmaður í liði Tindastóls og afhverju?

Án efa Helgi Rafn. Með stærsta hjarta sem ég veit um og gefur aldrei neitt eftir. Hann er og hefur alltaf verið "vélin" í þessu liði.

Hver er þinn uppáhalds leikmaður í liði KR og afhverju?

Helgi Magg, ótrúlega fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður. Verð líka að fá að nefna Darra, skilar alltaf sínu þegjandi og hljóðalaust.

Ef þú myndir setja upp byrjunarlið úr liðunum, hverjir væru þá í því?

Leikstjórnandi: Pavel Ermolinski

Skotbakvörður: Brynjar Þór Björnsson

Lítill framherji: Darrell Lewis

Kraftframherji: Helgi Magnússon

Miðherji: Michael Crayon

Hvernig á serían eftir að spilast út eftir þessa fyrstu þrjá leiki (spá)?

Það getur allt gerst í Síkinu. Fer eilítið líka eftir því hvort Dempsey mæti til leiks. Ef hann er með, þá vinna Stólarnir. KR tekur oddaleikinn samt.

Með hvoru liðinu heldur þú frekar í þessu einvígi og afhverju?

KR sló út Njarðvík. Til hefnda, ætli ég verði þá ekki að halda með Stólunum. Það er líka virkilega virðingarvert að vera komnir í úrslit eftir að hafa verið í fyrstu deild fyrir ári síðan.

Ef grænt blóð rynni þér ekki í æðum, hvaða liði hefðir þú haldið með þennan veturinn og afhverju?

Held það yrði bara Tindastóll, það er magnað af sjá hvað þeir eru að uppskera fyrir að hafa lagt á sig síðastliðið sumar. Verð líka að fá að nefna Stjörnuna, aðallega þá fyrir að spila skemmtilegan bolta.

Fréttir
- Auglýsing -