spot_img
HomeFréttirVel heppnaðar körfuboltabúðir í páskavikunni

Vel heppnaðar körfuboltabúðir í páskavikunni

17:35 

{mosimage}

Keith Vassel stóð í samstarfi við körfuknattleiksdeild ÍR fyrir körfuboltabúðum í íþróttahúsi Seljaskóla núna í páskavikunni 2.– 4. apríl. Frábær aðsókn var í búðirnar en samtals var fjöldi þátttakenda nálægt 80 börnum. Flestir krakkarnir komu úr ÍR, en einnig komu nokkrir krakkar frá KR, Fjölni og Ármanni/Þrótti.  

Þetta verkefni var dyggilega stutt af Quiznos og Nettó sem sáu um matföng og svo einnig af Bros sem sáu um útvegun stuttermabola sem allir þátttakendur fengu í lokin. Auk þess sem krakkarnir lærðu margt nýtt þá skemmtu þau sér konunglega.

Búðirnar voru mjög vel heppnaðar í alla staði og eiga Keith og félagar lof skilið fyrir frábært framtak. Mikil ánægja er meðal krakkanna og einnig foreldra, með hvernig tókst til. 

Auk Keith voru aðrir leiðbeinendur, Nate Brown, Lárus Jónsson og Gréta Grétarsdóttir.

 

Frétt og mynd af http://www.ir-karfa.is/

Fréttir
- Auglýsing -