spot_img
HomeFréttirVeigar Páll semur við Njarðvík til ársins 2023

Veigar Páll semur við Njarðvík til ársins 2023

Veigar Páll Alexandersson hefur samið við Subway deildar lið Njarðvíkur til næstu tveggja ára samkvæmt fréttatilkynningu félagsins.

Veigar Páll er 20 ára gamall og kom upp úr yngri flokka starfi félagsins, en hann lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Njarðvíkur tímabilið 2017-18. Þ´ða hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands

Tilkynning:

Bakvörðurinn Veigar Páll Alexandersson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Veigar eins og flestum er kunnugt kemur upp úr öflugu yngri flokka starfi félagsins og hefur til þessa verið að takast á við stærri og stærri verkefni í meistaraflokki.

Veigar á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands og hefur farið vel af stað með Njarðvík á yfirstandandi leiktíð. Það er deildinni mikið fagnaðarefni að geta framlengt við leikmanninn og fengið að njóta krafta hans í baráttunni framundan.

Fréttir
- Auglýsing -