spot_img
HomeFréttirVeglegir vinningar á Íslandsmótinu í Stinger

Veglegir vinningar á Íslandsmótinu í Stinger

Á morgun fer Íslandsmótið í Stinger fram í Hertz-hellinum í Seljaskóla og hefst mótið kl. 16:00. Þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram en Stinger er skotleikur sem gengur út á það að vera á undan keppandanum fyrir framan þig að skora og þannig eru keppendur slegnir út úr leiknum uns einn stendur eftir. Veglegir vinningar verða í boði þetta skiptið og m.a. þrjú myndarleg gjafabréf frá Einka.is.
 
Auk gjafabréfanna frá Gunnari og Ásdísi hjá Einka.is mun Nings sjá um að gleðja bragðlauka sigurvegaranna því nú í fyrsta sinn verður einnig keppt í Stinger hjá yngri kynslóðinni, þ.e. þeim flokkum sem spila á minniboltakörfur, aðrir keppa með fullorðnum. Farandbikarinn góði sem Trausti og Sæþór hafa unnið verður á sínum stað til afhendingar og sigurvegarar einnig leystir út með Karfan.is ennisböndum og Gatorade svo eitthvað sé nefnt.
 
Það verður mikið við að vera í Seljaskóla á morgun enda körfuboltadagur sem ÍR stendur fyrir en það eru allir velkomnir í Stingerkeppnina enda um Íslandsmót að ræða. Skráningargjaldið er litlar 500 krónur og fer skráning fram á staðnum.
 
Rétt eins og í fyrra mun Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR taka fyrsta skotið í Stinger keppninni svo það er um að gera að mæta snemma og freista þess að vera annar í röðinni til að binda skjótan enda á þátttöku Sveinbjarnar. Við auglýsum einnig eftir þeim sem kalla sig þriggja stiga skyttur…þið vitið hver þið eruð!
  
Fréttir
- Auglýsing -