Snæfell lagði KR í annarri umferð Iceland Express deildarinnar. Quincy Hankins-Cole skellti Hreggviði Magnússyni á veggspjald og bætti svo við annarri eftir stolinn bolta. Snillingarnir úr Stykkishólmi sendu okkur myndbút úr leiknum.
Áður en við sendum þig á hlekkinn af troðslunni skulum við grípa niður í lýsingu hjá Símoni B. Hjaltalín, fréttaritara Karfan.is í Stykkishólmi: ,, Quincy Cole átti rosalega „alley-oop“ troðslu á fyrstu sekúndum fjórða hluta svo fór um fólk og konur féllu í yfirlið.“
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson