spot_img
HomeFréttirVedran Bosnic ráðinn landsliðsþjálfari Svía

Vedran Bosnic ráðinn landsliðsþjálfari Svía

 Sænska körfuknattleikssambandið tilkynnit nú fyrir stundu að Vedran Bosnic myndi taka við karlalandsliði Svía og því ljóst Peter Öqvist tekur ekki við liðinu eins og vangaveltur voru um.
 
Bosnic þessi er fæddur í Sarajevo og sem leikmaður spilaði hann fyrir félög eins og Lietuvos Rytas í Litháen, MAFC Budapest í Ungverjalandi, Bosna Sarajevo í Bosníu og Södertalje í Svíþjóð þar sem hann er þjálfari núna. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Södertalje 2008 og tók svo alfarið við liðinu 2010 og verið í úrslitum frá 2011. Södertalje varð sænskur meistari 2013 og er með örugga forystu í sænsku deildinni núna. Þá var Bosnic valinn þjálfari ársins í Svíþjóð 2011 og 2012.
 
Fréttir
- Auglýsing -