spot_img
HomeFréttirVarnarmaður ársins - Draymond Green

Varnarmaður ársins – Draymond Green

 

Nú er NBA tímabilinu lokið og því ekki úr vegi að veita verðlaun. Á næstu dögum mun Karfan.is heiðra nokkra einstaklinga sem hafa skarað fram úr í þeim hefðbundnu flokkum sem verðlaunað er fyrir í NBA deildinni. Margt kemur til álita þegar að svona verðlaun eru veitt en til grundvallar liggur aðallega gildismat þess sem þetta skrifar.

 

Varnarmaður ársins: Draymond Green – Golden State Warriors

Draymond Green hefur átt frábært ár. Eftir komu Kevin Durant var viðbúið að einhver í Warriors liðinu myndi fá aðeins færri skot. Sá leikmaður hefur verið Draymond Green en sá ákvað að stíga upp varnarlega í staðinn. Draymond hefur alltaf verið frábær varnarmaður en tók varnarleikinn sinn upp í nýjar hæðir í vetur. Fyrir tímabilið voru margir sem veltu fyrir sér hver myndi passa hringinn hjá Warriors þar sem Zaza Pachulia hefur aldrei verið þekktur fyrir það, Green bara ákvað að gera það líka ásamt því að geta skipt á öllum hindrunum, spilað góða vörn á póstinum og svo er hann duglegur að stela boltanum.

Warriors eru eitt albesta varnarlið deildarinnar og Draymond Green er langstærsta ástæða þess, þess vegna er hann varnarmaður ársins.

 

 

2. sæti: Rudy Gobert – Utah Jazz

Rudy “The Stifle Tower” Gobert átti frábært ár fyrir gott varnarlið Utah Jazz, hann leiddi deildina lengst af í varnareinkunn (defensive rating) og varði hringinn af stakri snilld í vetur.

 

 

3. sæti: Kawhi Leonard – San Antonio Spurs

Kawhi Leonard hefur fyrir löngu sannað að hann er einn besti varnarmaður deildarinnar. Átti virkilega gott ár í góðu varnarliði San Antonio.

Fréttir
- Auglýsing -