spot_img
HomeFréttirVarnarlausir í Þorlákshöfn

Varnarlausir í Þorlákshöfn

Í kvöld áttust við lið Þórs og Fjölnis í Domino´s deild karla. Fyrir leikinn var Fjölnir við botn deildarinnar en Þór við miðjuna og bæði að sjálfsögðu á höttunum eftir sigri.
 
Ljóst var að Fjölnismenn kæmu fullir sjálfstraust í leikinn eftir sigur á Keflavík í síðustu umferð en jafnframt yrðu heimamenn ólmnir í að landa sigri til að styrkja stöðu sína.
Sovic skoraði fyrstu stigin fyrir heimamenn, en liðin skiptust á að skora, lítið var um varnarleik og menn skoruðu að vild. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 35:30 fyrir Þór.
Heimamenn fóru betur af stað í öðrum leikhluta þar sem Tómas Heiðar og Grétar Ingi áttu fína spretti, en eithvað virtist ganga illa hjá Þórsliðinu að eiga við stóru menn Fjölnis, og þar fyrst og fremst Sims sem skoraði,tróð og reif niður fráköst. Staðan í hálfleik var 58:52.
 
Benedikt Guðmundsson hefur verið þekktur fyrir að halda góðar ræður, og eflaust hefur hann haldið eina slíka í hálfleik, því hans lærisveinar mættu einbeittir út á parketið, og spiluðu ágæta vörn á köflum, og tóku forustu.
 
Í sóknarleik Þórs var Tómas Heiðar beittur ásamt því að Vee Sanford tróð með látum og kveikti í daufum áhorfendum, staðan eftir 3. leikhluta var 85:64.
 
Ljóst var að Sims gæti ekki beitt sér sem skildi í lokafjórðungnum því kappinn var á fjórðu villu ásamt 4 öðrum úr Fjölnisliðinu! Það var svo að Þór sigldi þessum leik í heimahöfn, þó hann hafi ekki verið glæsilegur varnarlega séð. Ljóst er þó að bæði lið verða að gera mikið betur í sínum varnarleik ef þau ætla sér að gera einhverja atlögu að titli eða titilbaráttu. Þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum fengu stjörnur framtíðarinnar að spreyta sig hjá báðum liðum og var gaman að sjá baráttuandan í ungum mönnum, sem áttu fína spretti og verður spennandi að fylgjast með þeim í náinni framtíð. Lokatölur í Þorlákshöfn voru 108-85.
 
Maður leiksins að mínu mati var Tómas Heiðar.
 
 
Rúnar Gunnarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -