spot_img
HomeFréttirVantar þig eitthvað að gera í páskafríinu?

Vantar þig eitthvað að gera í páskafríinu?

Jamils Abiad aðstoðarþjálfari Vals mun í páskafríinu standa fyrir körfuboltabúðum í N1 höllinni í Reykjavík. Þar mun hann hjálpa leikmönnum að bæta leik sinn og leikskilning ásamt þjálfurum og leikmönnum meistaraflokks og íslenska landsliðsins.

Á þessum þremur dögum munt þú ekki aðeins fá góða þjálfun og kennslu sem bætir færni þína, heldur munt þú einnig finna fyrir miklu auknu sjálfstrausti.

Þú færð tækifæri til að kljást við aðra leikmenn og sjá hvar þú stendur sem leikmaður í dag. Helstu áherslur þessa þrjá daga verða eftirfarandi:

Dagur 1 – Tæknidrillur sem einblína á grunnatriði í skotþjálfun (shooting fundamentals), meðhöndlun á boltanum (ball handling), klára í kringum hringinn (finishing), hvernig á að nota boltahindranir (screen) og búa sér til pláss sóknarlega.

Dagur 2 – Fleiri tæknidrillur og samkeppni ásamt gestum frá meistaraflokks leikmönnum.

Dagur 3 – Samkeppni (1on1, 3on3, 5on5), ásamt gest frá meistaraflokki Vals. Finnur Freyr Stefánsson mun mæta og gefa öllum leikmönnum góð ráð ásamt því að svara spurningum.

Ef þú stefnir á að ná langt í körfubolta og vilt bæta þinn leik, þá viltu ekki missa af þessu!

Hópur 1 – Aldur 9-13 (Stelpur og strákar) 8-10am

Hópur 2 – Aldur 14-18 (stelpur og strákar) 10-12pm

Staðsetning: Valur / N1 höll 

Verð – 15,000kr / leikmann

Skráning fer fram hér

Athugið að takmörkuð pláss eru í boði. Skráðu þig núna og fjárfestu í sjálfum þér!

Fréttir
- Auglýsing -