spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVantar leikmann sem hjálpar liðinu að taka næsta skref

Vantar leikmann sem hjálpar liðinu að taka næsta skref

Snæfell hefur samkvæmt tilkynningu sagt upp samningi sínum við hinn bandaríska Damione Thomas, en hann kom til liðsins fyrir yfirstandandi tímabil.

Samkvæmt tilkynningunni er Damione hæfileikaríkur leikmaður með virkilega góðan persónuleika en eftir vandlega skoðun og mat á stöðu liðsins var tekin ákvörðun um að gera breytingar og leita nýrra leiða til að styrkja hópinn.

„Við erum á réttri leið en okkur vantar leikmann sem hjálpar liðinu að taka næsta skref. Við erum bjartsýn á að þessi breyting styrki hópinn og hjálpi okkur að halda áfram að þróa liðið í rétta átt. Þetta er oft harður heimur og því miður gekk þetta ekki upp eins og við vildum. Damione er góður karakter og hæfileikaríkur en við þurftum að breyta til og fá öðruvísi leikmann inn í liðið.“ sagði Gunnlaugur Smárason þjálfari liðsins.

Tímabilið hefur farið ágætlega af stað hjá Snæfell þar sem þeir hafa unnið tvo leiki og tapað einum í 1. deild karla.

Fréttir
- Auglýsing -