spot_img
HomeFréttirVantar allt egó í bandaríska liðið – fleytir það þeim til sigurs

Vantar allt egó í bandaríska liðið – fleytir það þeim til sigurs

Jerry Colangelo sem fer með málefni bandaríska landsliðsins segir að í liðinu sé ekki mikið egó og það eigi eftir að fara langt með liðið í sumar á HM. Bandaríkjamenn urðu síðast heimsmeistarar 1994, þegar Dream Team II kom sá og sigraði með leikmenn eins og Larry Johnson og Derrick Coleman innanborðs, þannig að leikmenn bandaríska liðsins eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að hampa honum.
,,Þeir náðu ekki almennilega saman,” sagði Derrick Rose um bandaríska landsliðið frá árinu 2006 sem náði bronsi í Japan. Liðið var með stjörnur eins og Dwayne Wade og LeBron James innanborðs en náðu samt ekki að vinna. ,,Svo er liðið sem við erum með núna, við erum ungir og okkar líkar að spila saman. Við erum með eldmóð fyrir leiknum og við getum farið alla leið.”
 
Bandaríkjamenn eru með ungt lið og telur Colangelo að það eigi eftir að vera þeim til happs í Tyrklandi. Fimm af þeim 13 sem eru eftir í hópnum eru 21 árs.
 
,,Það eru ekki mörg stór egó hérna og við höfum sagt þeim hvar þeir eigi að sýna sitt egó – á vellinum,” sagði Colangelo og bætti við. ,,Það þarf lítið að hafa fyrir þessum strákum.”
 
Þó að egóið sé ekki mikið eru þeir stoltir. Rose sagði leikmenn einbeitta að sanna það að þeir séu ekki varalið Bandaríkjanna en enginn þeirra leikmanna sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleiknum 2008 er með núna. ,,Það knýr okkur til að leggja enn meir á okkur að allir eru að kalla okkur B-liðið og halda því fram að við munum ekki vinna. Margir segja að HM sé stærra en ÓL en það þarf að leggja fleiri lið að velli til að fara alla leið á HM: Þetta verður erfitt.”
 
Ljósmynd/ Derrick Rose er einn margra frábærra leikmanna sem eru að reyna komast á HM.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -