spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVann með Arnari í Garðabænum og í Danmörku og fylgir honum nú...

Vann með Arnari í Garðabænum og í Danmörku og fylgir honum nú á Sauðárkrók

Tindastóll hefur samið við Karl Ágúst Hannibalsson um að starfa sem aðstoðarþjálfari með meistaraflokki karla á komandi tímabili.

Ásamt því mun Karl taka að sér styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna, sjá um þjálfun iðkenda í Varmahlíð og vera yfirþjálfari yngri flokka Tindastóls.

Karl er menntaður í íþróttavísindum og þjálfun og hefur talsverða reynslu af þjálfun bæði yngri flokka og meistaraflokka. “Ég er glaður að fá Kalla norður til okkar. Hef unnið með honum bæði í Danmörku og í Garðabænum og þekki hans kosti vel. Þetta er harðduglegur maður sem mun nýtast bæði meistaraflokkunum sem og yngriflokkastarfinu mjög vel” segir Arnar Guðjónsson þjálfari.

Karl segist hlakka til að koma norður “Ég er virkilega þakklátur fyrir tækifærið að fá að taka þátt í þessari metnaðarfullu uppbyggingu körfuboltans hjá Tindastól. Virkilega flottur grunnur sem hefur verið lagður og spennandi tímar framundan við að byggja enn frekar ofan á það. Við fjölskyldan getum ekki beðið eftir að koma inn í þetta flotta og samheldna samfélag í Skagafirðinum.”

Fréttir
- Auglýsing -