spot_img
HomeFréttirVann ferð á NBA-leik

Vann ferð á NBA-leik

10:45

{mosimage}
(Lovísa Björt Henningsdóttir með vinninginn sinn)

Í hálfleik Hauka og ÍS í gærkvöldi var dregið í söluhappadrætti Körfuknattleiksdeildar Hauka. Aðalvinningurinn var ferð fyrir tvo á NBA-leik. Lovísa Björt Henningsdóttir í minnibolta 11 ára var sú heppna til að hljóta vinninginn og fer hún á NBA-leik nú í vor.

{mosimage}
(Lovísa að fara taka á móti vinningnum úr hendi Sverris Hjörleifssonar)

Undanfarnar vikur hafa Haukakrakkar verið að selja klósettpappír og eldhúsrúllur. Krakkarnir fengu einn miða í happadrættinu fyrir hverja selda einingu ásamt öðrum vinningum fyrir að selja ákveðið magn. Töluverður fjöldi var seldur og mun ágóðinn af fjáröfluninni verða notaður í að kaupa skotvél handa deildinni.

frétt: www.haukar-karfa.is

myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -