Karfan.is náði í skottið á Inga Þór áðan sem hafði þetta að segja: „Við erum mjög sáttir að vera loks komnir með mann, mikið gengið á og við bíðum spenntir eftir því að sjá hvernig hann mun koma út hjá okkur. Vance er leikstjórnandi sem ég hef haft augastað á síðan 2011 þegar hann lék með Quincy hjá Pikeville. Núna þurfa allir leikmenn að standa sig og sækja í fyrstu stig vetrarins í kvöld.“
Vance Cooksey til liðs við Snæfell
Vance Cooksey fyllir skarð Jamarco Warren í Stykkishólmi. Vance lék með Youngstown háskólanum í þrjú ár en færði sig um set og lék lokaárið sitt í háskóla með Quincy Hankins-Cole sem lék með Snæfell 2011-2012 hjá Pikeville í NAIA deildinni. Þeir sigruðu þá deild það árið og Vance var þar með 18.7 stig, 4.3 fráköst og 5.1 stoðsendingu og 2.2 stolna bolta. Síðan þá hefur kappinn leikið í Kína og í D-Leauge auk þess sem hann var í undirbúningstímabilinu með Chicago Bulls 2012.
Vance kom til landsins í morgun og er löglegur með liðinu í kvöld þegar Snæfell heimsækir Skallagrím í Borgarnes. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hólmurum.
Mynd/ Ingi Þór er búinn að fá nýjan erlendan leikmann.
Fréttir



