spot_img
HomeFréttirValur vann Hamar í fyrsta heimaleiknum í rúm ellefu ár

Valur vann Hamar í fyrsta heimaleiknum í rúm ellefu ár

7:59

{mosimage}

Signý Hermannsdóttir átti góðan leik fyrir Val 

 

Valur vann Hamar, 69-63 í æfingaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur kvennaliðs Vals á Hlíðarenda í rúm ellefu ár. Leikurinn var jafn og spennandi. Valur var yfir eftir fyrsta leikhlutann, 18-15, Hamar var yfir í hálfleik, 32-33 og Valur var aftur komið tveimur stigum yfir, 50-48, fyrir lokaleikhlutann.

 

Landsliðsfyrirliðinn, Signý Hermannsdóttir, átti flottan leik með Val í kvöld en hún skoraði 13 stig, tók 19 fráköst, gaf 7 stoðsendigar og varði 4 skot. Stella Rún Kristjánsdóttir var stigahæst í Valsliðinu með 17 stig (5 þristar) og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 12 stig, tók 6 fráköst og stal 5 boltum. Lovísa Guðmundsdóttir var með 9 stig og 6 fráköst og þær Kristjana Björg Magnúsdóttir, Berglind Karen Ingavarsdóttir (5 stoðsendingar) og Guðrún Baldursdóttir skoruðu allar sex stig hver.

LaKiste Barkus var með 32 stig, 10 fráköst og 5 stolna bolta hjá Hamar, Hafrún Hálfdánardóttir bætti við 9 stigum, 7 fráköstum, 5 vörðum skotum og 3 stoðsendingum, Sóley Guðgeirsdóttir skoraði sex stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir var með 5 stig. 

Tveir leikmenn Valsliðsins í kvöld, Signý Hermannsdóttir og Kristjana Björk Magnúsdóttir voru einnig með í síðasta heimaleik Vals, 78-54 sigri gegn ÍA 10. mars 1996. Signý var þá með 21 stig og Kristjana skoraði 12 stig. 

Þetta var annar æfingaleikur Vals á tveimur dögum en á miðvikudagskvöldið tapaði liðið 61-92 á Ásvöllum en liðið lék þá án Signýjar, Lovísu og Kristjönu. Cecilia Steinsen og Tinna Björk Sigmundssdóttir voru þá atkvæðamestar hjá Val. Cecilia var með 13 stig og 3 stoðsendingar en Tinna skoraði 13 stig, tók 5 fráköst, gaf 3 stosðendingar og fiskaði 9 villur á Haukastelpurnar.  Berglind Karen Ingvarsdóttir, Stella Rún Kristjánsdóttir og Guðrún Baldursdóttir skoruðu síðan allar átta stig og Þórunn Bjarnadóttir var með sjö stig. Telma Björk Fjalarsdóttir var með 18 stig og 14 fráköst hjá Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar og þá skoraði Unnur Tara Jónsdóttir 11 stig stal 7 boltum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. 

[email protected]

Mynd: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -