20:37
{mosimage}
Nú styttist í að leikjum kvöldsins ljúki. Valur vann FSu eftir framlengingu fyrir framan fullt hús af fólki. Í Keflavík unnu heimamenn Þórsara 106-95. Leik Grindavíkur og Skallagríms er lokið með sigri heimamanna.
Hægt er að sjá lifandi tölfræði hér.
Keflavík – Þór 105-79 Leik lokið. Magnús Gunnarsson og BA Walker skoruðu 22 stig hvor fyrir Keflavík en Cedric Isom var stigahæstur Þórsara með 24 stig.
Grindavík – Skallagrímur 106-95 Leik lokið. Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig fyrir Grindavík en Darrel Flake skoraði mest Skallagrímsmanna, 29 stig auk þess að taka 13 fráköst.
FSu – Valur 83-89 eftir framlengingu. Leik lokið. Sævar Sigurmundsson skoraði 23 stig fyrir FSu og tók 12 fráköst. Craig Walls með 32 stig og 14 fráköst fyrir Val.
Liðin mætast aftur á sunnudag.
Meira síðar



