spot_img
HomeFréttirValur þurfti að hafa mikið fyrir sigri á nýliðunum

Valur þurfti að hafa mikið fyrir sigri á nýliðunum

Valur hóf tímabilið í Dominos deild karla á sigri gegn nýliðum Fjölnis. Fjölnir voru sterkari í fyrri hálfleik og voru með góða forystu. Valsmenn gáfu hinsvegar ekkert eftir og náðu að merja sigur að lokum 87-94.

Mikið munaði um framlag Pavels Ermolinski á lokamínútunum en Pavel lék sinn fyrsta mótsleik í treyju Vals í dag. Valur frumsýndi einnig nýjan amerískan leikmann en Christopher Jones var iðinn við kolan sóknarlega og endaði með 32 stig.

Hjá Fjölni var Victor Moses meiddur og gat ekki verið með, líkt og Orri Hilmarsson. Jere Vucica heillaði hinsvegar undirritaðan í kvöld og var öflugur í tapinu með 25 stig og 13 fráköst. Srdan Stojanovic var einnig sterkur með 22 stig.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -