16:05
{mosimage}
(Stella og félagar í Val fá Fjölni í heimsókn á eftir kl. 18)
Einn leikur fer fram í kvennakörfunni hér heima í kvöld þegar Valur tekur á móti nýliðum Fjölnis í Vodafonehöllinni kl. 18:00. Fjölnir situr á botni deildarinnar með 2 stig en Valur hefur 4 stig í 5. sæti deildarinnar.
Fjölnir og Valur hafa þegar mæst einu sinni í deildinni en það var þann 11. nóvember síðastliðinn þar sem Valskonur fóru með stóran 58-78 sigur af hólmi í Grafarvogi.



