spot_img
HomeFréttirValur sterkari á lokasprettinum í Ljónagryfjunni

Valur sterkari á lokasprettinum í Ljónagryfjunni

Valur lagði Njarðvík í kvöld og jafnaði einvígi sitt gegn þeim í undanúrslitum Subway deildar karla, 69-78. Einvígið er því jafnt 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitin.

Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Undir lok hálfleiksins er svo komið að Val að leiða og gera þeir það til búningsherbergja í hálfleik, 37-39.

Mikið jafnræði er svo á liðunum í byrjun seinni hálfleiksins og munar aðeins stigi á þeim fyrir lokaleikhlutann, 59-60. Í fjórða leikhlutanum nær Valur svo góðum tökum á leiknum, byggja sér hægt og rólega upp þægilega forystu og vinna leikinn að lokum með 9 stigum, 69-78.

Atkvæðamestir heimamanna í leik kvöldsins voru Dwayne Lautier með 28 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og Dominykas Milka með 11 stig og 15 fráköst.

Fyrir Val var Kristinn Pálsson bestur með 25 stig og 5 fráköst. Honum næstur var Taiwo Badmus með 16 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Þriðji leikur liðanna er komandi þriðjudag 7. maí í N1 höllinni í Reykjavík.

Tölfræði leiks

Viðtöl birt upphaflega á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -