spot_img
HomeFréttirValur staðfestir að hafa samið við Kristófer Acox "Gaman að komast í...

Valur staðfestir að hafa samið við Kristófer Acox “Gaman að komast í nýtt umhverfi”

Rétt í þessu staðfesti Valur það að hafa samið við fyrrum leikmann KR Kristófer Acox um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Kristófer hefur í tvígang verið valinn besti leikmaður Íslandsmóts karla, árin 2018 og 2019, auk þess að vera valinn varnarmaður ársins og í lið ársins. Þá hefur hann leikið 40 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Fréttatilkynning:

Körfuknattleiksdeild Vals hefur gert samning við íslenska landsliðsmanninn Kristófer Acox um að spila með meistaraflokki félagsins. Kristófer, sem er 27 ára á árinu, hefur leikið 40 landsleiki fyrir Íslands hönd og var meðal annars í leikmannahópnum sem lék á sínu öðru Eurobasket í Helsinki árið 2017.

Kristófer hefur leikið undanfarin ár með KR en hann útskrifaðist úr Furman háskólanum 2017 og á þar metið yfir bestu skotnýtingu yfir heilt tímabil. Kristófer hefur jafnframt verið atvinnumaður í Frakklandi og Filipseyjum síðan hann útskrifaðist. Hann hefur í tvígang verið valinn besti leikmaður Íslandsmóts karla, árin 2018 og 2019, auk þess að vera valinn varnarmaður ársins og í lið ársins.

„Ég er spenntur fyrir komandi tímabili. Það er gaman að komast í nýtt umhverfi og fá nýja áskorun til að hjálpa mér að bæta minn leik. Það voru mörg félög sem höfðu samband við mig eftir mánudaginn en eftir að hafa skoða málin þá hreifst ég af því sem er í gangi hér á Hlíðrenda” sagði Kristófer nýkominn af sinni fyrsti æfingu með félaginu í hádeginu í dag.

Valur býður Kristófer velkominn til starfa á Hlíðarenda og hlakkar til samstarfsins. Áfram hærra.

Fréttir
- Auglýsing -