spot_img
HomeFréttirValur sigraði Njarðvík

Valur sigraði Njarðvík

Valsmenn tóku á móti Njarðvík í Subway deild karla í kvöld. Einum sigri munaði á liðunum fyrir leik kvöldsins, Njarðvík var með sjö sigra en Valur sex eftir níu umferðir.

Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn. Gestirnir úr Njarðvík leiddu með tveimur stigum í hálfleik, en heimamenn náðu fjögurra stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn. Eftir jafnan fjórða leikhluta lönduðu Valsmenn sigrinum með fjórum stigum, lokatölur 91-87.

Joshua Jefferson var stigahæstur heimamanna með 24 stig, en Dominykas Milka skoraði 30 stig fyrir Njarðvík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -