spot_img
HomeFréttirValur sigraði Hamar örugglega í Dominosdeild kvenna

Valur sigraði Hamar örugglega í Dominosdeild kvenna

Valsstúlkur tóku á móti Hamri í Vodafonehöllinni í kvöld í leik sem náði aldrei að verða spennandi. Hamar skoraði aðeins 16 stig í fyrri hálfleik og það dugar skammt á móti jafn góðu liði og Val. Hvergerðingar hins vegar gerðu mun betur í seinni hálfleik, skoruðu 32 stig en leikurinn var löngu kominn úr augsýn þar sem Valur slakaði hvergi á og landaði sigrinum örugglega. 
 
Þessi leikur rak smiðshöggið á aðra umferð Dominosdeildar kvenna og sitja nú Valsstúlkur í 3. sæti en Hamar í 7. og næstneðsta sæti eftir tvo leiki.
 
Valur-Hamar 67-48 (15-8, 17-8, 18-17, 17-15)
Valur: Joanna Harden 22/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/6 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 5/16 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 5, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/5 fráköst, Bergdís  Sigurðardóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0. 
Hamar: Andrina Rendon 23/10 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 7/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/10 fráköst/5 varin skot, Katrín Eik Össurardóttir 4/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 3, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 2, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Vilborg Óttarsdóttir 0. 
Fréttir
- Auglýsing -