spot_img
HomeFréttirValur riftir samningi sínum við Chris Jones

Valur riftir samningi sínum við Chris Jones

Valur hefur rift samningi sínum við bandarískan leikmann sinn, Christopher Rasheed Jones.

Jones lék sinn síðasta leik með liðinu í gærkvöldi í Keflavík, þar sem hann neitaði að koma til leiks í seinni hálfleik í tapi liðsins.

Jones lék í heildina fimm leiki fyrir félagið og skilaði þeim 19 stigum að meðaltali í leik. Fréttatilkynningu Vals má lesa í heild hér fyrir neðan.

Fréttatilkynning

Körfuknattleiksdeild Vals hefur rift samningi víð Christopher Rasheed Jones, sem leikið hefur með liðinu í Dominos deild karla.

Jones lék sinn síðasta leik með liðinu gegn Keflavík í gærkvöldi. Þar kaus hann að taka ekki þátt í leiknum í síðari hálfleik. Í ljósi þess trúnaðarbrests sem augljóslega er kominn upp á milli Jones og annara leikmanna og þjálfara liðsins, er ljóst að ferli hans hjá Val er lokið og samningi við hann því rift.

Jones kom hingað til lands í upphafi tímabilsins eftir að hafa getið sér gott orð sem atvinnumaður í Frakklandi og með Louisville háskóla í Bandaríkjunum. Talsverðar vonir voru bundnar við komu hans til liðsins. Í fimm leikjum með liðinu skoraði hann að meðaltali 19 stig og átti tæpar fjórar stoðsendingar. Valur vann þrjá af fimm leikjum hans með liðinu.

Valur leitar nú að erlendum leikmanni til þess að styrkja leikmannahópinn fyrir baráttuna í Dominos deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -