spot_img
HomeFréttirValur Orri vann ferð til Eindhoven

Valur Orri vann ferð til Eindhoven

8:26

{mosimage}

Valur Orri Valsson er hér lengst til vinstri

 

VALUR Orri Valsson, 12 ára nemi úr Borgarnesi, átti tilþrif gærkvöldsins í oddaleik Skallagríms og Grindavíkur. Valur fékk að spreyta sig í þriggja stiga skoti og í boði var ferð til Evrópu fyrir tvo með Iceland Express.

Valur, sem er örvhentur, skaut laglega í spjaldið og boltinn fór ofan í við mikinn fögnuð áhorfenda. Skotið var á milli 3. og 4. leikhluta og annar þjálfarinn í leiknum í gær tók sér smátíma til þess að fylgjast með skotinu hjá drengnum. Það var Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, enda er Valur Orri sonur Vals.

 

Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, fékk einnig tækifæri á að skora frá miðju en skotið var allt of stutt. Fyrir leikinn fékk Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, afhenta bók frá stuðningsmönnum Skallagríms. Bókin ber nafnið Hraustar kýr og tók Friðrik við bókinni með bros á vör enda er heimavöllur Skallagríms kallaður „fjósið“.

 

Heimild: Morgunblaðið

 

Mynd: www.kki.is

 

Fréttir
- Auglýsing -